Keflavík varð í kvöld Geysisbikarmeistari í 10. flokki stúlkna eftir sigur á Njarðvík í úrslitaleik, 70-47.

Keflavík byrjaði leik kvöldsins mun betur. Leiddu með 16 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 23-7. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo bara enn frekar í og voru komnar með 26 stiga forskot þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 43-17.

Í upphafi seinni hálfleiksins heldur þessi saga leiksins svo bara áfram og Keflavík gerir útum leikinn í þriðja leikhlutanum. Eru komnar með 35 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 64-29. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum mjög svo öruggum 23 stiga sigur í höfn, 70-47.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Anna Lára Vignisdóttir með 20 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Njarðvík var það Krista Gló Magnúsdóttir sem dróg vagninn með 15 stigum og 11 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn