Keflavík varð í dag Geysisbikarmeistari í 9. flokk stúlkna eftir sigur á KR í Laugardalshöllinni, 70-45.

Það var Keflavík sem byrjaði leik dagsins mun betur. Leiddu með 14 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 23-9. Undir lok fyrri hálfleiksins geir KR vel í að missa Keflavík ekki frá sér, munurinn þó enn 13 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-21.

Í upphafi seinni hálfleiksins fer Keflavík svo aftur af stað. Bæta jafnt og þétt við forystuna í þriðja leikhlutanum, munurinn 27 stig fyrir lokaleikhlutann, 54-27. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 25 stiga sigri í höfn, 70-45.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Jana Falsdóttir, en hún skoraði 20 stig, tók 9 fráköst og stal 11 boltum. Fyrir KR var það Anna Fríða Ingvarsdóttir sem dróg vagninn með 6 stigum og 7 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn