Undanúrslit Geysisbikarsins 2020 fara fram í dag með tveimur leikjum. Seinni leikur dagsins er milli Stjörnunnar og Tindastóls, bikarmeistara síðustu tveggja ára.

Það eru síðustu tvö nöfnin á bikarnum sem mætast en bikarmeistarar síðasta árs, Stjarnan eru ákveðnir í að endurtaka leikinn. En Skagfirðingar vilja væntanlega endurtaka ævintýri ársins 2018 þegar liðið lyfti titlinum.

Karfan ræddi við Jan Bezica aðstoðarþjálfara Tindastóls á blaðamannafundi fyrir bikarvikuna og má finna við hann í heild sinni hér að neðan:

Leikurinn hefst kl 20:15 og skorum við á alla stuðningsmenn liðanna að mæta. Fyrir þá sem ekki komast er leikurinn sýndur í beinni á Rúv 2.