Hilmar Pétursson var valinn besti leikmaður úrslitaleiks Geysisbikars unglingaflokks karla fyrr í kvöld þar sem að hans meðð í Breiðablik lögðu KR í spennandi leik.

Hérna er meira um leikinn

Á rúmum 38 mínútum spiluðum skilaði Hilmar 21 stigi, 10 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Þá fiskaði hann einnig heilar 10 villur á lið KR í leiknum.

Karfan spjallaði við Hilmar eftir leik í Laugardalshöllinni.