Seinni undanúrslitaleikur Geysisbikarsins lauk fyrir stundu og er ljóst að að verður Stjarnan sem mætir Grindavík í úrslitum. Liðið vann 70-98 sigur á Tindastól í flottum undanúrslitaleik.

Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik mætti Stjarnan virkilega sterkt til seinni hálfleiks og unnu mjög sannfærandi sigur að lokum.

Karfan spjallaði við leikmann Tindastóls, Helga Rafn Viggósson, eftir leik í Laugardalshöllinni.