Guðbjörg Hákonardóttir lauk nýverið námskeiði sem ritari í körfuknattleik og er nú komin með FIBA vottun (FIBA Table official certificate). Almennt þýðir þetta að Guðbjörg má vera á ritaraborði á öllum alþjóðlegum leikjum, landsleikjum, opinberum leikjum.

Guðbjörg segir þetta heilmikinn lærdóm þar sem að farið er yfir öll hlutverk ritaraborðsins, og allar leikreglur, framkomu og klæðaburð, hvenær mæta skal í hús, störf og skyldur fyrir leik, á leiktíma og eftir.

Á haustdögum 2018 varð Guðbjörg fyrsti FIBA vottaði stattari Þórs svo segja má að hún sé orðin framarlega í fræðunum er viðkemur ritarastörf og tölfræði.

Aðspurð hvort einhver frá Þór hafi fengið FIBA vottun á ritaraborð segir Guðbjörg að hún viti ekki til þess og geti ekki fullyrt um slík.

Guðbjörg segir að KKÍ sé að herða kröfur á þekkingu fólks bæði á ritaraborði og í statti og telur hún án þess að vita hvenær en að stefnt sé að því að allir sem verði í þessum hlutverkum fari á námskeið á vegum KKÍ, eða séu FIBA vottaðir.

Hjá Þór er þetta í góðum málum segir Guðbjörg ,,Við erum mjög vel stödd með stattið [tölfræðina] erum fjögur í hópnum núna og öll búin að fara á námskeið. Það hefur verið vel staðið að ritaraborðsmálum líka í vetur. Það væri einnig magnað ef við gætum átt jafn virkan og öflugan ritaraborðshóp eins og statthóp, og verið flott fyrirmynd hvað þetta varðar fyrir önnur félög á landinu. Og nú er komin FIBA vottun í hús sem ég vona að verði fleirum hvatning í að vilja vera með í að skapa flotta umgjörð og gera leik okkar efnilega liðs enn skemmtilegri” sagði Guðbjörg í stuttu spjalli við Þór Sport.