Fjölnismenn hófu leikinn á því að komast í 10-0 og má segja að það hafi gefið tóninn fyrir leikinn. Stjörnumenn voru ekki nægilega öflugir í byrjun og fór Fjölnir með 24-19 forystu eftir fyrsta leikhluta.

Stjarnan náði því miður ekki áhaupi til að minnka muninn og Fjölnir gekk enn á lagið. Staðan í hálfleik var 46-19 og þurfti ansi mikið til þess að Stjarnan kæmist aftur inní leikinn.

Mikill munur var á liðunum í seinni hálfleik en Fjölnir gerði enn vel að spila sterka vörn og hleypti Stjörnunni aldrei af stað. Að lokum fór svo að Fjölnir stóð uppi sem sigurvegari 78-37.

Fjölnir er því Geysisbikarmeistari í 9. flokki drengja og lyfti bikarnum í leikslok.

Elvar Máni Símonarson var maður leiksins en hann var með 32 stig, 14 fráköst og þrjá varða bolta í leiknum. Garðar Kjartan Norfjörð var einnig öflugur með 12 stig og 7 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Sigurður Rúnar Sigurðsson stigahæstur með 17 stig og 8 fráköst.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Myndir: Bára Dröfn