Þessa stunda fer fram leikur Skallagríms og KR í úrslitum Geysisbikarsins 2020. Hátt spennustig hefur verið í fyrri hálfleik og er staðan 24-27 fyrir Skallagrím.

Eins og við var að búast er fjölmenni úr Borgarnesi þar sem gulir og grænir styðja sitt lið. Fremstur meðal jafningja er Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ásmundur hefur starfað í stjórn Skallagríms á síðustu árum en er í dag dyggur stuðningsmaður liðsins.

Í dag situr hann fremstur með trommur í hendi og styður sitt lið áfram. Hvort Borgnesingar sækja sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag mun koma í ljós en KR er væntanlega sólgið að bæta þeim ellefta í safnið.