Undanúrslit Geysisbikarsins 2020 fara fram í dag með tveimur leikjum. Fyrri leikur dagsins er milli Fjölnis og Grindavíkur.

Bæði lið eru í neðri hluta Dominos deildarinnar, Fjölnir í því neðsta með einn sigur og svo gott sem fallið. Grindavík hefur verið að ná takti eftir slaka byrjun og berst nú um sæti í úrslitakeppni.

Karfan ræddi við Fal Harðarson þjálfara Fjölnis á blaðamannafundi fyrir bikarvikuna og má finna við hann í heild sinni hér að neðan:

Leikurinn hefst kl 17:30 og skorum við á alla stuðningsmenn liðanna að mæta. Fyrir þá sem ekki komast er leikurinn sýndur í beinni á Rúv 2.