Besti leikmaður úrslitaleiks 9. flokks drengja í Geysisbikarnum var leikmaður Fjölnis, Elvar Máni Símonarson.

Hérna er meira um leikinn

Fjölnir vann öruggan sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum, en liðið gaf tóninn með að komast í 10-0 í byrjun leiks. Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hann 32 stigum, 14 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Karfan spjallaði við Elvar eftir leik í Laugardalshöllinni.