Boltinn Lýgur Ekki: Justin Shouse opnar sig, Vængjaveisla í Garðabæ, Grindavík í úrslit og Clippers eru að hrauna yfir NBA tímabilið

Véfréttin fékk snarbikaróðan fjórfaldan bikarmeistara, Justin Shouse, til sín í Vesturbæinn til þess að fara yfir komandi bikarveislu, tala um Dominosdeildina og taka vænan skammt af NBA.

Í fyrri hlutanum var talað um Vængina sem Justin og félagi hans Lýður eru að gera, farið yfir bikarhelgina, hvort Grindavík eða Fjölnir eigi breik, hvort miðherjar Tindastóls geti haldið í við stjörnustrákana, hvort KR séu hættulegasta liðið í úrslitakeppninni, hvaða leikstjórnendur Justin heldur uppá í deildinni og margt fleira.

Í NBA hlutanum var komið vel inn á Lakers og þeirra þarfir, vasaútgáfuna af körfuboltaliði sem Houston Rockets eru að bjóða uppá, Jayson Tatum, Kyle Kuzma og Luol Deng skotið hans, hver klárar austrið í 2. sæti og margt fleira.

Litríkur leikmaður vikunnar var leikmaður Showtime liðs Los Angeles Lakers á níunda áratug síðustu aldar, Kurt Rambis. Með honum fylgir lag Mötley Crüe, Kickstart My Heart, en líkt og Rambis, er gítarleikari sveitarinnar Mick Mars frá 60 þúsund manna borginni Terre Haute í Indiana fylki Bandaríkjanna.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Dagskrá:

00:00 Hjal og Vængir
09:20 Kurt Rambis
14:25 Geysisbikarinn
46:55 Dominosdeildin
01:11:10 NBA