Gríðarlega spennandi viðureign verður í kvöld þegar lið Skallagríms mætir Haukum í undanúrslitum Geysisbikarsins í kvöld klukkan 20:15. Sigurvegari leiksins mætir annað hvort KR eða Val, en þau lið mætast klukkan 17:30 í dag.

Af þvi tilefni hafa Borgnesingar gefið út bikarblað þar sem hitað er upp fyrir átök helgarinnar. Meistaraflokksráð kvenna gefur blaðið út en systkinin Heiðar Lind og Gunnhildur Lind Hansbörn sjá um útgáfuna.

Hægt er að nálgast bikarblað Skallagríms hér.