Skallagrímur varð rétt í þessu Geysisbikarmeistari í fyrsta skipti eftir sigur á KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 49-66.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik, en í upphafi þess seinni sigldu Borgnesingar framúr og litu aldrei til baka. Niðurstaðan fyrsti bikarmeistaratitill félagsins og fyrsti stóri síðan að það vann Íslandsmeistaratitilinn árið 1964.

Karfan spjallaði við Benedikt Guðmundsson, þjálfara KR, eftir leik í Laugardalshöllinni.