Alba Berlin varð í kvöld bikarmeistari í þýsku BBL-Pokal bikarkeppninni eftir frekar öruggan sigur á EWE Baskets Oldenburg. Lokatölur 89 – 67. Þetta var slagur tveggja liða á svipuðum stað í töflunni í deildinni en EWE er í 5. sæti deildarinnar með 12 sigra og 6 töp en Alba Berlin er í 3. sæti með 13 sigra og 4 töp.

Martin Hermannsson var stigahæstur í liði Alba með 20 stig og þá gaf hann 2 stoðsendingar og tapaði ekki einum einasta bolta.

Næsti leikur Alba Berlin er gegn Zenit frá Sankti Pétursborg í Euroleague á fimmtudaginn næstkomandi.

Tölfræði leiksins