Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Segja má að úrslitin hafi verið nokkuð eftir bókinni.

Haukar unnu nauman sigur á Þór frá Þorlákshöfn. KR hreinlega valtaði yfir ÍR sem fékk annan leikinn í röð yfir 100 stig á sig. Baráttan um norðurland fór svo fram á Akureyri þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu góðan sigur.

Nánari umfjöllun um leiki kvöldsins er væntanleg á Körfuna

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla:

Haukar 92-86 Þór Þ

KR 120-92 ÍR

Þór Ak 86-96 Tindastóll

Fyrsta deild karla:

Höttur 70-75 Hamar

Breiðablik 104-98 Vestri