Þór Akureyri lögðu Íslandsmeistara KR fyrr í kvöld í síðasta leik 11. umferðar Dominos deildar karla, 102-100.

Leiknum hafði verið frestað vegna veðurs í tvígang, fyrst í desember, svo í seinna skiptið nú fyrr í janúar, áður en hann fékk loksins að fara af stað í kvöld.

Tölfræði leiks

Eftir leikinn er KR með 18 stig í 3.-6. sæti deildarinnar ásamt Tindastól, Njarðvík og Haukum, á meðan að Þór Akureyri færist í annað skiptið í janúar uppúr fallsæti og eru í 9.-11. sætinu ásamt Grindavík og Val.

Staðan í deildinni

Þór Akureyri-KR 102-100

(30-14, 36-28, 22-33, 14-25)

Þór Akureyri: Hansel Giovanny Atencia Suarez 31, Jamal Marcel Palmer 21/6 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Terrence Christopher Motley 13/10 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 13/6 fráköst, Mantas Virbalas 7/6 fráköst, Ragnar Ágústsson 2, Kolbeinn Fannar Gíslason 2, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Sigurður Traustason 0, Róbert Orri Heiðmarsson 0.


KR: Brynjar Þór Björnsson 26, Matthías Orri Sigurðarson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 13, Helgi Már Magnússon 12/10 fráköst, Kristófer Acox 10, Þorvaldur Orri Árnason 3, Benedikt Lárusson 1.