Sextánda umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum. Nokkur spenna var í leikjum kvöldsins og einhver óvænt úrslit.

Í Borgarnesi var gríðarleg spenna þegar botnlið Grindavíkur var í heimsókn. Grindavík sem hefur heldur betur mætt öflugt til leiks á árinu 2020 gáfu ekkert eftir. Skallagrímur hafði á endanum þriggja stiga sigur eftir fjörugar lokamínútur.

Toppliðin Valur og KR unnu andstæðinga sína örugglega í kvöld en í Hafnarfirði komu Haukar sér nær þriðja sætinu. Það tókst með sigri á Keflavík þar sem Haukar leiddu lungan úr leiknum en Keflavík kom til baka í fjórða leikhluta en það dugði ekki til.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild kvenna:

Haukar 80-73 Keflavík

Breiðablik 60-79 KR

Valur 93-54 Snæfell

Skallagrímur 58-55 Grindavík

  1. deild kvenna:

ÍR 81-56 Grindavík b