Einn leikur fór fram í Domino’s deild kvenna í dag þegar Keflavík heimsótti Snæfell í Stykkishólmi. Keflavík jafnaði KR að stigum í öðru til þriðja sæti deildarinnar með níu stiga útisigri, 75-84.

Það var tvíhöfði í Hólminum í kvöld en Snæfell tók einnig á móti Hetti frá Egilsstöðum í 1. deild karla. Ferðalagið virðist ekki hafa farið illa í Héraðsmenn, því þeir unnu Snæfell með 25 stigum, lokatölur 68-93.

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna fyrr í dag, þegar Njarðvík tók á móti ÍR. ÍR lyfti sér upp fyrir Njarðvík í 3. sæti deildarinnar með góðum 52-61 sigri.