Þór Akureyri lögðu Íslandsmeistara KR fyrr í kvöld í síðasta leik 11. umferðar Dominos deildar karla, 102-100.


Eftir fyrsta leikhluta leiddi Þór með sextán stigum 30-14 og annan
leikhlutann tóku þeir með átta stigum 36-28. Þór leiddi því í hálfleik
með tuttugu og fjórum stigum 66-42 og má fullvíst telja að fáir eða
nokkrir hafi átt von á þeirri stöðu.

Að öllu jöfnu mætti halda að við slíka stöðu hafi mátt bóka sigur og
stórslys þurfa til að tapa niður slíku forskoti. En gestirnir úr
vesturbænum eru sexfaldir Íslandsmeistarar og ekki af ástæðulausu og það
átti eftir að koma á daginn að slíkt lið má ekki afskrifa.

Leikmenn KR komu gríðarlega ákveðnir til síðari hálfleiksins og með
mann eins og Brynjar Þór innanborðs þá getur allt gerst. Brynjar lét
ekki svo mjög á sér bera í fyrri hálfleik en þá var hann með níu stig
hrökk í gang í þeim síðari og skoraði þá 17 stig.

KR ingar með Brynjar Þór í fararbroddi tóku að saxa á forskot Þórs og
þeir unnu þriðja leikhlutann með ellefu stigum 22-33 og munurinn komin
niður i þrettán stig þegar lokakaflinn hófst 88-75.

Það var farið að fara um áhorfendur þegar um þrjár mínútur lifðu leiks
í stöðunni 99-90 og Brynjar Þór setti niður þrist og munurinn komin
niður i sex stig. Þegar um hálf mínúta lifði leiks var munurinn komin
niður i eitt stig 101-100. Þegar um 12 sekúndur voru til leiksloka braut
Brynjar Þór á Júlíusi Orra sem fór á vítalínuna og hitti úr síðara
skotinu staðan 102-100 og 12 sekúndur til leiksloka og KR með boltann. Í
þessari stöðu minntust margir þess augnbaliks í leiknum gegn Stjörnunni
sem kláraði Þór með þriggja stiga flautukörfu. KR með boltann og honum
komið í hendur margumtalaða Brynjars Þórs sem komst ekki í góða
skotstöðu og skot hann víðsfjarri og Þórsarar fögnuðu tveggja stiga
sigri á Íslandsmeisturunum 102-100.

Með sigrinum kom Þór sér aftur upp úr fallsætinu og er nú komið með 10
stig í deildinni líkt og Valsmenn en sæti ofar á innbyrðisviðureign
liðanna.

Segja má að allir leikmenn Þórs hafi skilað góðu dagsverki. Terrance
sem ekki gat leikið með Þór í tapinu gegn ÍR vegna meiðsla snéri aftur í
kvöld og spilaði 23 mínútur og komst vel frá sínu. Þó lék engin betur en
Hansel Atencia sem skoraði 31 stig var með 2 fráköst og 6 stoðsendingar.
Þá var Jamal mjög öflugur og skoraði 21 stig 6 fráköst og 2
stoðsendingar. Þeir Terrance, Júlíus Orri og Pablo Hernández voru allir
með 13 stig hver auk þess var Terrance með 10 fráköst og Július Orri 4
fráköst og 5 stoðsendingar. Mantas var með 7 stig og 6 fráköst, Ragnar
Ágústsson 2 stig og Kolbeinn Fannar 2. Auk þess spiluðu þeir Baldur Örn
og Erlendur Ágúst en þeir náðu ekki að skora.

Hjá KR var Brynjar Þór stigahæstur með 26 stig, Matthías Orri 18 stig
6 fráköst og 5 stoðsendingar, Michael Craion 17 stig 13 fráköst og 7
stoðsendingar, Jakob Örn 13 stig, Helgi Már 12 stig og 10 fráköst,
Kristófer Acox 10 stig, Þorvaldur Orri 3 og Benedikt Lárusson 1.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Tindastóli og fer sá leikur fram
fimmtudagskvöldið 30. janúar klukkan 19:15

Tölfræði leiks

Staðan í deildinni

Umfjöllun, viðtöl / Palli Jóh

Mynd / Skapti Hallgrímsson