Í hádeginu í dag var dregið í undanúrslit Geysisbikars karla og kvenna en leikið verður þann 12. og 13. febrúar næstkomandi.

Liðin sem mætast eru:

Geysibikar karla

Fjölnir mætir Grindavík

Stjarnan mætir Tindastól

Geysisbikar kvenna

Haukar mæta Skallagrím

Valur mætir KR

Karfan spjallaði við Þóru Kristínu Jónsdóttur, leikstjórnanda Hauka, en sveit hennar mætir Skallagrím í undanúrslitunum.

Þóra Kristín talaði um hvað Haukar þyrftu að gera til að vinna Skallagrím, hvar liðið væri núna fyrst þær hafa sýnt að þær geta unnið öll lið og tilfinningarnar tengdar bikarhelginni.