Dregið verður í undanúrslit Geysisbikarsins nú á hádeginu.

8 liða úrslit karla og kvenna hafa farið fram síðustu daga og eru 7 lið komin með farseðil tryggan í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöllinni í febrúar.

Leik Tindastóls og Þórs Akureyri var frestað frá gærkvöldinu þangað til í kvöld og verður því einn miði með skástriki í potti dagsins.

Drátturinn verður svo að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Körfunni hér fyrir neðan.

Þau lið sem verða í pottinum þegar dregið verður:

Geysibikar karla

Fjölnir

Stjarnan

Grindavík

Tindastóll / Þór Akureyri

Geysisbikar kvenna

Haukar

Valur

KR

Skallagrímur