Stjörnumenn taka á móti Njarðvíkingum í Domino’s deild karla í kvöld, og af því tilefni munu Stjörnumenn bjóða upp á kjúklingavængi að hætti Justin Shouse á Dúllubarnum. Justin, sem flestir ættu að kannast við, hefur vakið mjög svo verðskuldaða athygli fyrir kjúklingavængina sína, sem hafa verið á boðstólum á Dúllubar, félagsaðstöðu Stjörnumanna undir stúkunni á Samsungvelli.

Njarðvíkingar eru boðnir sérstaklega velkomnir á Dúllubarinn í kvöld, en dyrnar opna klukkan 18:00 og hefst vængjasalan klukkan 18:30. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst svo klukkan 20:15.