Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að bikarkeppnin er löngu farin af stað og fara áhorfendur fljótlega að fjárfesta í miða í Höllina, það er að segja allir aðdáendur körfubolta og helstu stuðnings aðilar Valskvenna. Það voru einmitt Valsarar sem tóku á móti Breiðablik á köldu sunnudagskvöldi, því miður var fátt setið í stúku Valsara þetta kvöld en fyrstu þrír leikhlutar kvöldsins voru, jú, frekar spennandi.


Sást langar leiðir hver færi með sigur af hólmi en öðru hverju sýndu Blikar flotta takta sem kveiktu undir stuðningsmönnum þeirra, þá sérstaklega Danni L. Williams. Gerðu þær best í fyrsta leikhluta þar sem þær unnu bæði leikhlutann frákasta- og stigalega séð, en svo fóru Valsarar að bíta frá sér. Blikarnir voru samt óhræddar og spiluðu sinn leik, sóttu sterkt að körfunni sem endaði ekki betur en svo að þær sóttu fjórðu villuna á Helenu snemma í öðrum leikhluta. Mátti heyrast andköf í Valshluta stúkunnar er flautan gall og dómarinn sýndi að nr.24 Vals megin hefði brotið í skoti.


Það hlýtur að hafa verið mikill léttir fyrir Breiðablik að vita það að Helena myndi sitja á bekknum, allavega, til hálfleiks ef ekki lengur en það. Hefði verið auðvelt að búast við látum frá Blikum eftir að Helena fór út af en svo var ekki, þær voru (ef mætti segja) töffarar, héldu haus og sinntu sinni vinnu. Þegar Valur fór að pressa leystu þær hana vel, þegar kom upp mótlæti áttu þær svör.

Það er að segja þar til að Helena kom aftur inn á og virtust Blikar vera komnar á bensínljósið, þá var ekkert annað að gera fyrir Valskonur en að nýta sína hæfileika og sinn frábæra mannskap til þess að sigla sigrinum heim og gull tryggja sér passa í Höllina.

Verður spennandi að sjá fjögurra liða úrslit og hvaða lið stendur upp sem Bikarmeistarar

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun / Regína Ösp