Í hádeginu í dag var dregið í undanúrslit Geysisbikars karla og kvenna en leikið verður þann 12. og 13. febrúar næstkomandi.

Liðin sem mætast eru:

Geysibikar karla

Fjölnir mætir Grindavík

Stjarnan mætir Tindastól

Geysisbikar kvenna

Haukar mæta Skallagrím

Valur mætir KR

Karfan spjallaði við Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur, fyrirliða Skallagríms, en lið hennar mætir Haukum í undanúrslitunum.

Sigrún Sjöfn vildi einbeita sér að því að njóta bikarhelgarinnar og sagðist ekkert vita hvað hún ætti margar slíkar helgar eftir. Hún sagði að ef liðið sitt mætti og ef stuðningssveitin úr Borgarnesi kæmi með yrði þetta toppleikur.