NBA stoppar aldrei en margir skoruðu á NBA deildina að fresta leikjum kvöldsins eftir skyndilegt fráfall Kobe Bryant í morgun.

Kobe Bryant lést í morgun er hann og níu aðrir voru í þyrlu sem brotlenti. Með Kobe í þyrlunni var 13. ára dóttir hans, Gianna.

Meistararnir í Toronto Raptors mæta San Antonio Spurs í kvöld og hófst leikurinn ekki löngu eftir að fregnirnar af andláti Kobe komu fram. Liðin ákváðu að heiðra Kobe í byrjun leiks þegar bæði lið létu skotklukkuna renna út.

Skotklukkan er 24 sekúndur en Kobe Bryant lék stærstan hluta feril síns í treyju númer 24.