Keflavík lagði Tindastól í gærkvöldi með 11 stigum, 95-84. Eftir leikinn er Keflavík í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir neðan Stjörnuna sem er í því efsta. Tindastóll er í þriðja til fjórða sætinu ásamt Njarðvík, tveimur stigum fyrir neðan Keflavík.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við leikmann Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, eftir leik í Blue Höllinni í Keflavík.