Fyrri hálfleikur

Snæfell mætir til leiks án Gunnhildar Gunnarsdóttur og Emesa Vida og Rósa Kristsín Indriðadóttir snéri sig illa snemma leiks og kom ekki meira við sögu. Valur er án Guðbjargar Sverrisdóttur.

Valur byrjar leikinn mun betur og er forystan 12 stig 14-2 eftir 4 mínútur og Valsstelpur ráða lofum og lofum allan fyrsta leikhluta. Valur leiðir 29-5 eftir fyrsta fjórðunginn! 

Snæfell skorar fyrstu 8 stigin í öðrum fjórðungi en þá taka Valskonur við sér og staðan er 40-17 eftir 5 mín. Liðin skiptast á körfum en Valsliðið er augljóslega sterkara og fara í leikhléð með 31 stiga forystu 56-25.


Seinni hálfleikur

Valur er mun sterkari aðilinn og bætir í forystuna 71-29 eftir  4 mínútur en þristur frá Snæfelli minnkar muninn í 71-32 um miðbik þriðja leikhluta. Það er engin spurning hvort liðið er sterkara heldur bara hversu stór sigur Vals verður!

Valur bætir í forystuna og leiðir 76-35 fyrir lokafjórðunginn þrátt fyrir þrist frá Snæfelli á lokasekúndum fjórðungsins.

Lokaleikhlutinn byrjar 11-12 fyrir Snæfell og jafnræði með liðunum fyrstu 5 mínútur leikhlutans. Valsliðið hefur greinilega létt á bensíngjöfinni og lítt reyndari leikmenn fá að spila síðustu mínúturnar. 

Allir leikmenn liðanna komu við sögu í leiknum og greinilegt er að það er mikill efniviður hjá báðum liðum.


Af hverju vann Valur?

Valsliði var hreinlega mun sterkara liði í leiknum, Kiana, Silvía Rún og Helena leiddu liðið sóknarlega en allir leikmenn liðsins stóðu sig vel og spiluðu hörkuvörn. Snæfellsliðið mætti hreinlega ofjörlum sínum í þessum leik og lítið gekk upp hjá liðinu!

Veera og Rebekka Rán eru fyrirferðamestar í Snæfellsliðinu auk Tinnu Guðrúnar sem sýndi mikla baráttu og skemmtileg tilþrif.


Tölfræði leiksins:

Myndasafn

Umfjöllun: Hannes Birgir Hjálmarsson / Origo-höllin að Hlíðarenda

Myndir: Guðlaugur Ottesen