Lykilleikmaður 13. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Stjörnunnar, Urald King.

Á tæpum 28 mínútum spiluðum í nokkuð öruggum sigurleik toppliðsins í Breiðholtinu var King besti leikmaður vallarins. Skilaði 22 stigum, 19 fráköstum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum skotum. Þá var skilvirkni hans í leiknum með því betra sem sést hefur í vetur, með 73% skotnýtingu og 41 framlagsstig fyrir frammistöðuna í heild.

 1. umferð – Dominykas Milka (Keflavík)
 2. umferð – Viktor Lee Moses (Fjölnir)
 3. umferð – Georgi Boyanov (ÍR)
 4. umferð – Ólafur Ólafsson (Grindavík)
 5. umferð – Jamal K Olasawere (Grindavík)
 6. umferð – Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan)
 7. umferð – Marko Bakovic (Þór)
 8. umferð – Nikolas Tomsick (Stjarnan)
 9. umferð – Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík)
 10. umferð – Halldór Garðar Hermannsson (Þór)
 11. umferð – Umferð ekki lokið
 12. umferð – Pavel Ermolinskij (Valur)
 13. umferð – Urald King (Stjarnan)