Í Leikmannamálum að þessu sinni var leikstjórnandi KR, Matthías Orri Sigurðarson. Hann ræðir uppvaxtarárin með Martin Hermanns og hvað það hafi verið mikilvægt að hafa góða vini með sér í körfunni.

Matti minnist bestu stundanna sinna í ÍR og fer létt yfir árin sín úti í körfubolta í Bandaríkjunum. Úrslitakeppnin 2019 er rædd og stopul byrjun KR í haust. Matthías velur besta leikmanninn sem að hann hefur spilað með og að lokum hvað það er sem að skilja góða og geggjaða leikmenn að.

Leikmannamál eru í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er þátturinn einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnandi drekkur á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Umsjón: Helgi Hrafn