Fimmtánda umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum.

Liðin sem sitja fjórða og fimmta sæti deildarinnar mætast í kvöld í Borgarnesi. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og fara því heitar inní leikinn gegn Skallagrím.

Baráttan um annað sætið heldur áfram þegar KR og Keflavík mætast í kvöld í DHL-höllinni. Grindavík fær topplið Vals í heimsókn og í Stykkishólmi mæta Blikar.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Skallagrímur – Haukar

Grindavík – Valur

Snæfell – Breiðablik

KR – Keflavík