KR lagði Keflavík fyrr í kvöld í 15. umferð Dominos deildar kvenna, 69-47. Eftir leikinn er KR í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, en Keflavík því þriðja með 20 og leik til góða.

Leikur kvöldsins var í járnum í fyrri hálfleik. Heimakonur í KR leiddu eftir fyrsta leikhluta með 2 stigum, 17-15. Í öðrum leikhlutanum er svo það sama uppi á teningnum, KR vinnur hann með 2 stigum og er með 4 stiga forskot þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 39-35.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná heimakonur svo að slíta sig almennilega frá gestunum. Vinna þriðja leikhlutann með 9 stigum og eru 13 yfir fyrir lokaleikhlutann, 53-40. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla frekar öruggum 22 stiga sigur í höfn, 69-47.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Danielle Rodriguez, en á tæpum 37 mínútum spiluðum skoraði hún 20 stig, tók 8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 4 skot. Fyrir gestina var það Daniela Morillo sem dróg vagninn með 24 stigum, 14 fráköstum og 5 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

KR-Keflavík 69-47

(17-15, 22-20, 14-5, 16-7)

KR: Danielle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/4 varin skot, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/13 fráköst/3 varin skot, Sanja Orazovic 11/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Unnur Tara Jónsdóttir 4/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 4, Alexandra Eva Sverrisdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Ástrós Lena Ægisdóttir 0/4 fráköst.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/14 fráköst/5 stolnir, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/5 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 2, Þóranna Kika Hodge-Carr 0/4 fráköst, Eva María Davíðsdóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0.