Hörmulegar fréttir bárust í dag þegar Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles í morgun.

Kobe Bryant talaði mjög opinskátt um að hans helsta fyrirmynd í körfubolta væri Michael Jordan. Kobe hefði stúderað leik hans mikið og horft á Jordan.

Körfuboltaheimurinn syrgir þennan stórkostlega leikmann og karakter sem snerti marga innan sem utan vallar. Michael Jordan sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem hann sendir samúðarkveðju til fjölskyldu Kobe og Giannu.