Bandaríkjamaðurinn Jamal K Olasawere og Grindavík hafa samkvæmt óstaðfestum heimildum komist að samkomulagi um að leiðir skilji.

Olasawere kom til félagsins í haust og hefur í 10 leikjum með félaginu skilað 18 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Grindavík er sem stendur í 8.-9. sæti deildarinnar ásamt Þór, en liðið mætir heimamönnum í Keflavík í kvöld í 13. umferð Dominos deildarinnar.