Bakvörður KR Jakob Örn Sigurðarson mun verða frá keppni í óákveðinn tíma.

Mun leikmaðurinn vera að eiga við brjósklos, en samkvæmt félaginu átti hann við svipað vandamál að stríða tímabilið 2016-17.

Í 10 leikjum það sem af er tímabili hefur Jakob skilað 13 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.