Valsmenn hafa verið í leit að styrkingu fyrir komandi átök eftir Dominos deild karla. Liðið samdi á dögunum við leikmannninn Naor Sharon sem kemur frá Ísrael. Þetta kemur fram á eurobasket.com.

Sharon er 24. ára leikstjórnandi frá Ísrael sem leikið hefur í efstu deild í heimalandi sínu síðustu ár. Hann lék með liði Kiryat Ata fyrir áramót og var með 9,3 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum. Á síðustu leiktíð lék hann með Hapoel Haifa þar sem hann átti frábært tímabil þar sem hann var með 16,7 stig, 4,6 fráköst og 9 stoðsendingar að meðaltali í leik í 27 leikjum. Leikmaðurinn er einnig með franskt vegabréf og leikur því sem Bosman A leikmaður.

Leikmaðurinn hefur verið hluti af landsliði Ísrael. Hann lék A-landsliðs leiki árið 2016 auk þess að hafa leikið með U20 landsliði Ísraels.

Valsarar ullu nokkrum vonbrigðum fyrir áramót, unnu þrjá leiki í fyrir umferðinni og sat í 10. sæti í byrjun nýs árs. Eftir sjö leikja taphrinu í lok ársins 2019 hóf liðið 2020 vel þegar liðið vann góðan sigur á Fjölni.