Valur lagði Skallagrím í kvöld í 14. umferð Dominos deildar kvenna, 70-58. Eftir leikinn er Valur semáður í efsta sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Skallagrímur er í því fimmta með 16.

Það voru gestirnir ú Borgarnesi sem voru skrefinu á undan í upphafi leiks, leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 16-20. Undir lok fyrri hálfleiksins náðu heimakonur að snúa því sér í vil, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta Vals tvö stig, 35-33.

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram í járnum. Valur þó með fjögurra stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 54-50. Í honum gerðu þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 12 stiga sigur í höfn, 70-58.

Atkvæðamest fyrir Val í leiknum var Kiana Johnson með 16 stig, 13 fráköst, 14 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir gestina var það Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sem dróg vagninn með 9 stigum og 11 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen) Væntanlegt

Myndasafn (Bára Dröfn)

Valur-Skallagrímur 70-58

(16-20, 19-13, 19-17, 16-8)

Valur: Kiana Johnson 16/13 fráköst/14 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 16, Dagbjört Samúelsdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11/8 fráköst, Helena Sverrisdóttir 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0, Lea Gunnarsdóttir 0, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 18/7 fráköst/8 stoðsendingar, Maja Michalska 15, Emilie Sofie Hesseldal 11/14 fráköst/3 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/11 fráköst, Mathilde Colding-Poulsen 5, Lisbeth Inga Kristófersdóttir 0, Heiður Karlsdóttir 0, Arnina Lena Runarsdottir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.