Breiðablik mætir Haukum í Ólafssal í kvöld þegar heil umferð fer fram í Dominos deild karla.

Það eru heldur betur gleðitíðindi í herbúðum Blika þar sem ljóst er að Ísabella Ósk Sigurðardóttir mun í kvöld snúa aftur á parketið. Ísabella sleit krossband í hné í lok október árið 2018 og hefur því verið lengi frá keppni.

Þessi öflugi miðherji hafði farið frábærlega af stað á síðustu leiktíð og var með 9,6 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik fyrir Blika í þeim fimm leikjum sem hún lék. Það varð til þess að hún var kölluð í landsliðið rétt áúr en hún meiddist.

Síðast lék Ísabella í Dominos deildinni þann 24. október 2018 og er því 15 mánuðir síðan hún lék alvöru keppnis leik síðast.

Það verður spennandi að sjá endurkomu Ísabellu og óskum við henni til hamingju með að vera mætt aftur.