Í hádeginu í dag var dregið í undanúrslit Geysisbikars karla og kvenna en leikið verður þann 12. og 13. febrúar næstkomandi.

Liðin sem mætast eru:

Geysibikar karla

Fjölnir mætir Grindavík

Stjarnan mætir Tindastól

Geysisbikar kvenna

Haukar mæta Skallagrím

Valur mætir KR

Karfan spjallaði við Hildi Björgu Kjartansdóttur, framherja KR, en hún og liðið sitt mætir Val í undanúrslitunum.

Hildur Björg ræddi við Körfuna um leikinn, helgina og nýjan leikmann Vals sem Hildur þekkir úr háskólaboltanum.