Hamarsliðið mætti lítilega breytt til leiks á nýju ári en Toni Jelenkovic sem lék með Hamri fyrir áramót hefur gengið til liðs við Vestra og í staðinn var fenginn Matej Buovac. Leikurinn í kvöld fór fjörlega af stað og var mikið jafnræði með liðunum. En í stöðunni 17-18 gestunum í vil settu Hamarsmenn í fluggír og náðu 12-0 áhlaupi 29-18 og leiddu að lokum 35-26 eftir fyrsta fjórðung.

Í öðrum fjórðung gengu þeir svo á lagið og gerðu út um leikinn, 26-14. staðan í hálfleik 61-40. Í síðari hálfleik sýndi Hamarsliðið svo flottan leik og náðu gestirnir aldrei að ógna. Sigldu Hamar að lokum 20 stiga sigri 106-86. Hjá Hamri var það Bjarni Lárusson sem fór fyrir sínum mönnum með 15 stig og 9 fráköst, en stigahæðstur sem fyrr var Everage með 22 stig. Hjá Vestra var Matej Matic atkvæðamestur með 27 stig og 7 fráköst.

Úrslitin þýða það að Hamarsliðið jafnar Hött á toppi deildarinnar með 22 stig en Höttur hefur leikið leik minna. Í þriðja sætinu koma svo Blikar með 20 stig einnig með leik inná Hamarsmenn.

Vestri situr svo í 4 sætinu og eiga þeir ennþá svolítið í land til þess að geta strítt, efstu þremur liðunum. Hamarsliðið lítur aftur á móti vel út og verður spennandi að sjá í framhaldinu hvert liðinna þriggja stendur uppi sem sigurvegari, og hvaða tvö lið þurfa sætta sig við úrslitakeppni.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Ívar Örn

Hamar-Vestri 106-86

(35-26, 26-14, 24-22, 21-24)


Hamar: Everage Lee Richardson 22/8 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 16/5 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 15/9 fráköst, Michael Maurice Philips 14, Matej Buovac 12/9 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 9, Pálmi Geir Jónsson 8, Björn Ásgeir Ásgeirsson 8/7 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 2/4 fráköst, Páll Helgason 0, Arnar Daðason 0, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0.
Vestri: Matic Macek 27/7 fráköst, Toni Jelenkovic 18/5 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 11/5 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 8/10 fráköst, Marko Dmitrovic 8/9 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 6, Ingimar Aron Baldursson 3, Helgi Snær Bergsteinsson 3, Egill Fjölnisson 2, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, James Parilla 0.