Fyrir leikin var Höttur á toppnum með 14 sigra og 1 tap, gegn Blikum meðan Hamar var í 2. sætinu með 12 sigra og 2 töp, sem komu gegn Hetti og Breiðablik. Þessi leikur gat því ráðið miklu þegar 1.deildin verður gerð upp ef til þess kemur að innbyrðis viðureignir fara að skipta máli.

Bæði lið gerðu sér grein fyrir mikilvægi leiksins og sýndu varfærni í vörn og sókn í byrjun leiks. Höttur byrjaði betur og komust i 5-0, voru skrefinu á undan til að byrja með. Hvorugt liðið virtist ætla að keyra upp hraðann í dag. Hamar koumst yfir undir lok fyrsta leikhluta, staðan 14-16.

Leiðbeiningar Viðars i leikhlé virðast hafa skilað sér og aftur byrja Hattarmenn annan leikhlutann vel, skora fyrstu 6 stigin, en efitr jafnan leikhluta voru það aftur Hamarsmenn sem enduðu sterkt. Settu flautuþrist og minnkuðu munin í 38-35.

Atkvæðamestir í fyrri hálfleik
Höttur – Matej 13stig, Dino 10stig, liðið- 9 villur
Hamar – Everage 13stig, Michael 10stig, liðið- 5 villur

Seinni hálfleikur spilaðist eins og sá fyrri. Hattarmenn byrja þriðja af miklum krafti og ná stoppum í vörninni, en smám saman ná Hamarsmenn að vinna sig til baka inn í leikinn.

Mestur varð munurinn 8 stig i byrjun fjórða leikhluta í stöðunni 64-58. Þá var Maté búin að sjá nóg og tók leikhlé þegar 7.43 mínútur voru eftir af leiknum. Segja má að þar hafi vendipunktur leiksins verið þvi skotnýting liðanna frá þessum punkti var gjörólík. Höttur setti 2/11 og 1/4 úr vítum meðan Hamar setti 6/10 og 2/4 úr vítum.

Hamarsmenn sigldu framúr á lokakaflanum og má segja að 3 misnotuð víti og ruðningsdómur á lokakaflanum hafi reynst Hattarmönnum ansi dýrtkeypt í dag. Lokatölur 70-75, rándýr sigur hjá Hamri.

Sigahæstir í dag
Höttur – Matej 20 Dino 19
Hamar – Everage 30 Michael 19

Vítanýting beggja liða var slök
Höttur 6/13 46%
Hamar 10/17 59%

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson