Leikið var í Geysisbikar karla og kvenna í kvöld. Óvænt úrslit urðu í Grafarvoginum þar sem áður lánlausir Fjölnismenn báru sigurorð af sterkum Keflvíkingum. Þá vann Grindavík lið Sindra á Höfn í Hornafirði. Leik Tindastóls og Þórs var frestað vegna veðurs.

Úrslit í Geysisbikar karla:

Stjarnan 78 – 65 Valur
Fjölnir 106 – 100 Keflavík

Sindri 74 – 93 Grindavík

Úrslit í Geysisbikar kvenna:

ÍR 51 – 86 Skallagrímur

Þar með er ljóst hvaða lið eru komin áfram kvennamegin. Það eru: Skallagrímur, Valur, KR og Haukar. Karlamegin eru Stjarnan og Fjölnir komin áfram en enn er ekki ljóst hvaða tvö lið fylgja með í höllina. Dregið verður á morgun, þriðjudag.