Fyrri hálfleikur

Leikmenn beggja liða virkuðu frakar taugatrekktir og var stigaskorið eftir því, lítið skorað í fyrsta leikhluta. KR byrjaði betur en Valur nær forystunni í lok leikhlutans og eftir það komst KR liðið aldrei yfir í leiknum. Staðan 15-16 eftir fyrsta leikhluta.


Í öðrum leikhluta nær Valur að auka forskotið lítillega en bæði lið að finna sig betur og stefnir í spennandi leik. Valur með Helenu, Kiönu og Sylvíu í fararbroddi leiðir 31-37 í hálfleik. Dani, Sanja og Hildur Björk draga vagninn fyrir KR!

Seinni hálfleikur

LIðin skiptast á körfum í þriðja leikhluta og spennan rafmögnuð, KR minnkar muninnn í 43-44 þegar leikhlutinn er hálfnaður með þristi frá Sönju en Kiana svara að bragði með þristi hinum megin. Leikurinn er alveg í járnum í seinni hlut leikhlutans og KR jafnar nokkrum sinnum, en Sanja virðist ekki geta klikkað á skoti í leikhlutanum og jafnar 52-52 með þristi en Valur leiðir 54-56 fyrir lokaleikhlutann.


Í fjórða leikhluta heldur barningurinn áfram og stemmningin á áhorfendapöllunum er frábær! Staðan eftir 2 mínútur er 58-58 og þakið að rifna af húsinum af spenningi. Kíana setur þrist og kemur Val í 58-63 og KR tekur leikhlé. Þá tóku veður að skipast í lofti og Valur tekur öll völd á vellinum og skorar 14 stig gegn 4 síðust 6 mínútur leiksins og vinnur að lokum öruggan sigur 62-77.

Valsliðið reyndist miklu sterkara á lokametrunum í þessum leik nýr, leikmaður Vals Micheline Mercelita virkaði pínulítið óframfærin til að byrja með en óx ásmegin er líða tok á leikin og tók mörg og mikilvæg fráköst þegar Valur seig frammúr.

Sanja, Dani og Hildur stóðu uppúr í KR liðiinu ekki síst Sanja sem átti stórleik í 3 leikhluta og endaði leikinn með 80% nýtingu í þristum. Hjá Val voru Kiana, Helena, Sylva og Dagbjört Dögg mest áberandi auk Micheline í seinni hálfleik.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

DHL-höllin, Frostaskjóli / Hannes Birgir Hjálmarsson

Myndir / Bára Dröfn