Sexfaldir Íslandsmeistarar KR hafa bætt við lið sitt fyrir lokasprettinn í Domino’s deild karla, en Vesturbæjarliðið hefur fengið Michele Di Nunno til sín að nýju. Di Nunno, sem er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, er KR-ingum að góðu kunnur, en hann lék með liðinu á síðari hluta síðasta tímabils, og var lykilmaður í KR-liðinu sem vann sinn sjötta Íslandsmeistaratitil í röð síðasta vor með um 16 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Samkvæmt heimildum Körfunnar er Di Nunno meiddur sem stendur, og verður frá að minnsta kosti út febrúar, og því óljóst hvenær hann muni klæðast KR-treyjunni á nýjan leik.