Boltinn Lýgur Ekki: Risastórar Stullur, Pavel alltof lítill og Ja Morant sýning í NBA deildinni

Véfréttin fékk Guðmund Auðun Gunnarsson í heimsókn í Vesturbæinn og fór yfir sviðið vítt og breytt.

Í Dominos hlutanum voru stór mál tækluð og var reynt að svara spurningum á borð við: Er allt sé í volli í Grindavík? Ætlar Matti að stíga upp? Hvað eru mörg XL í stuttbuxunum hans Danero Thomas? Er Stjarnan með langbesta lið landsins? Hvað gerist í Ljónagryfjunni á fimmtudaginn? og margt, margt fleira.

Í NBA hlutanum veljum við okkar 12 manna stjörnulið eftir kúnstarinnar reglum, förum yfir sýningu Ja Morant, tékkum inn í Utah, skoðum hvort að Clippers liðið sé boring, hvað í andskotanum er að Pistons, hvort Celtics og Lakers aðdáendur þurfi ekki aðeins að slaka og margt fleira.

Heimshornið á sínum stað. Íslendingar erlendis og 1. deildin.

Litríkur leikmaður vikunnar er Nonni Mæju, örvhenta undrið úr Stykkishólmi sem heillaði alla með skemmtilegum brellum og frábærum skotum. Með honum fylgir venju samkvæmt stef frá heimahögum hans í Stykkishólmi, frá Vinum Vors og Blóma.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Dagskrá:

00:00 – Hjal
01:40 – Nonni Mæju
07:30 – Dominos
55:40 – Heimshornið
58:45 – NBA