Bakvörður Íslandsmeistara KR Björn Kristjánsson verður frá keppni út tímabilið.

Þarf leikmaðurinn að fara í aðgerð á mjaðmakúlu. Meiðsl sem hafa verið að angra kappann í rúmt ár, en hann mun verða 4-5 mánuði að ná sér eftir aðgerðina.

Björn hefur mikið verið frá til þessa á tímabilinu, en á þeim 3 leikjum sem hann hefur spilað skilaði hann 8 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali.