Þrír leikir fóru fram í Geysisbikar karla og kvenna í dag.

Í Geysisbikar kvenna lagði Keflavík heimakonur í Njarðvík nokkuð örugglega og eru því komnar áfram í átta liða úrslitin.

Í Geysisbikar karla lagði Fjölnir lið Vestra á Ísafirði og í Njarðvík lágu heimamenn fyrir grönnum sínum úr Keflavík.

Þá fóru fram fjórir leikir í fyrstu deild karla.

Höttur lagði heimamenn Sindra á Höfn í Hornafirði, Hamar hafði betur gegn Álftanesi í Forsetahöllinni, Breiðablik kjöldróg Skallagrím í Borgarnesi og í Stykkishólmi bar Selfoss sigurorð af Snæfell.

Staðan í 1. deild karla

Úrslit kvöldsins

Geysisbikar kvenna:

Njarðvík 59 – 88 Keflavík

Geysisbikar karla:

Vestri 68 – 85 Fjölnir

Njarðvík 68 – 73 Keflavík

Fyrsta deild karla:

Sindri 63- 89 Höttur

Álftanes 93 – 104 Hamar

Breiðablik 131 – 89 Skallagrímur

Snæfell 81 – 104 Selfoss