Lokaumferð Dominos deildar karla fyrir jólafrí lauk í kvöld með fjórum leikjum.

Í Njarðvík sneri Friðrik Ingi Rúnarsson á heimahagana með Þór Þorlákshöfn. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi verið sterkari í upphafi leiks er óhætt að segja að leikur kvöldsins hafi verið ójafn.

Njarðvík valtaði yfir annan leikhlutann og gaf forystuna aldrei eftir eftir það. Öruggur sigur Njarðvíkur á Þór Þ var staðreynd 101-77.

Chaz Williams var virkilega öflugur í kvöld með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Þór var Vincent Bailey með 27 stig en einungis 4. fráköst.

Njarðvík vann þar með sjötta leik sinn í röð og stökkva þar með í fjórða sæti deildarinnar eftir að hafa byrjað deildarkeppnina brösuglega. Þór fer í jólafríið í 8. sæti deildarinnar.

Njarðvík-Þór Þorlákshöfn 101-77 (17-21, 34-22, 25-17, 25-17)

Njarðvík: Mario Matasovic 23/7 fráköst, Chaz Calvaron Williams 21/7 fráköst/9 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 14/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 11/5 stoðsendingar, Wayne Ernest Martin Jr. 11, Ólafur Helgi Jónsson 7/6 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 6, Logi  Gunnarsson 4, Jón Arnór Sverrisson 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 2. 
Þór Þorlákshöfn: Vincent Terrence Bailey 27/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 16/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10, Davíð Arnar Ágústsson 8, Marko Bakovic 7/6 fráköst, Dino Butorac 6, Tristan Rafn Ottósson 2, Styrmir Snær Þrastarson 1, Jón Jökull Þráinsson 0, Ísak Júlíus Perdue 0, Ragnar Örn Bragason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.