ÍR hefur samið á nýjan leik við hinn svissneska Roberto Kovac um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Kovac hafði áður samið við ÍR liðið fyrir tímabilið, en fékk sig síðan lausan til þess að spila fyrir KK Cibona í Króatíu. Mun hann nú vera laus allra mála þaðan og tilbúinn að leika í Breiðholtinu.