Njarðvík vann heimamenn í Fjölni, 81-88, í kvöld í 10. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er Njarðvík í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt KR með 12 stig á meðan að Fjölnir er í því 11. með 2.

Það voru gestirnir úr Njarðvík sem byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 11 stigum, 19-30. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimamenn þó aðeins að rétta hlut sinn, en eru þó 7 stigum undir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 38-45.

Í upphafi seinni hálfleiksins eru Njarðvíkingar svo áfram skrefinu á undan. Leiða með 10 stigum fyrir lokaleikhlutann, 56-66. Í honum gera Fjölnismenn vel í að vinna niður þetta fosrkot gestanna, en allt kemur fyrir ekki, Njarðvík sigrar að lokum með 7 stigum, 81-88.

Atkvæðamestur fyrir Njarðvík í leiknum var Chaz Williams með 25 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir heimamenn í Fjölni var það Viktor Moses sem dróg vagninn með 21 stigi, 9 fráköstum og 4 vörðum skotum.

Tölfræði leiks

Myndasafn úr leik (Bára Dröfn)