Leikmannamál: Lovísa Björt Henningsdóttir “Stundum finnur þú bara mómentið”

Í Leikmannamálum að þessu sinni var miðherji Hauka, Lovísa Björt Henningsdóttir. Hún ræðir hvað fjölskyldan hennar ræðir við kvöldmatarborðið, hvernig árin hennar í Bandaríkjunum voru og seinasta leik gegn Val.

Lovísa hefur sterkar skoðanir á landsliðum Íslands og telur að bæði lið geti gert betur og segir hvað henni finnst að vanti í íslensku afreksmennskuna.

Liðsfélagar hennar í Haukum bera á góma sem og þjálfari hennar og hún ber saman NCAA og Dominosdeildina. Að lokum metur hún hvort að hún eða Hilmar Smári, bróðir hennar, sé betri í körfubolta.

Leikmannamál eru í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er þátturinn einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnandi drekkur á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Umsjón: Helgi Hrafn